Elstu börnin í leikskólanum Mánabrekku heimsóttu Alviðru 6. maí. Farið var í gönguferð um Þrastaskóg og fuglar skoðaðir í stórum sjónauka. Æðarfuglinn og straumendurnar eru komnar á Sogið og glöddu gesti með nærveru sinni. Hrossagaukurinn lét til sín heyra og skógarþrestir sungu af hjartans list. 

Lög frá 2007 um gjaldfrjálsan grunnskóla, hækkandi eldsneytisverð og almennt efnahags ástand valda því að dregið hefur úr heimsóknum til Alviðru á síðustu misserum. Vonandi verður þetta tímabundið ástand, því flestir eru sammála um vettvangsferðir séu þýðingarmikill þáttur í starfi skólanna og að mikilvægt sé að læra um náttúruna í náttúrunni sjálfri.

Fróðleikur, skemmtun og útivist eru einkunnarorð Alviðru, markmiðið er að allir sem þangað koma hafi gaman af heimsókninni og fari þaðan nokkurs vísari.

Sjá nánar um Alviðru - umhverfisfræðslusetur Landverndar á vef Landverndar.
Ljósmynd: Hjördís B. Ásgeirsdóttir.

Birt:
May 8, 2009
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Hjördís B. Ásgeirsdóttir „Góðir gestir í Alviðru“, Náttúran.is: May 8, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/05/08/gooir-gestir-i-alvioru/ [Skoðað:Nov. 29, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: