Fyrsta Opna hús ársins 2008 verður þriðjudagskvöldið 11. mars og hefst kl. 19:30, í Öskju, Náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands (sjá kort til hægri), í stofu 132.

Þar munu Brynjólfur Jónsson og Barbara Stanzeit segja í máli og myndum frá hópferð til Sviss, sem Skógræktarfélag Íslands stóð fyrir á síðasta ári. Ferðasagan verður rakin og sagt frá skógum og áhugaverðum trjátegundum í fjallahéruðum Sviss. Undanfarin ár hefur Skógræktarfélagið staðið fyrir vinsælum kynnisferðum til annarra landa. Þetta hafa verið fjölsóttar ferðir, þar sem leið ferðalanga liggur oft um óhefðbundnar slóðir, fela í sér mikla náttúruskoðun og góða leiðsögn.

Opnu húsin eru hluti af fræðslusamstarfi Skógræktarfélags Íslands og Kaupþings. Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.

Sjá nánar á vef Skógræktarfélags Íslands. Myndin er af stafafuru [Pinus contorta]. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
March 7, 2008
Tilvitnun:
Skógræktarfélag Íslands „Opið hús í Öskju - Skógræktarfélag Íslands“, Náttúran.is: March 7, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/03/07/opio-hua-i-oskju-skograektarfelga-islands/ [Skoðað:Jan. 31, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: