Kaffihúsakeðjan Starbacks vísar til föðurhúsanna ásökunum þess efnis að vatni sé sóað á kaffihúsum fyrirtækisins með því að láta vatn renna úr krönum allan daginn. Talskona fyrirtækisins segir að vatnsrennslið sem um ræðir sé til að standast hreinlætiskröfur. BBC segir frá þessu.

Umhverfisverndarsamtök saka Starbucks um að sóa milljónum lítra af vatni á degi hverjum með þessu atferli.

Fyrirtækið segir að vatnsrennslið séð á minnsta mögulega styrk, en um er að ræða nokkurs konar vaska sem eru notaðir til að hreinsa diska og drykkjarílát.

Talskona Starbucks segir að fyrirtækið íhugi að nota uppþvottavéla í stað áðurnefndra vaska, og að til séu leiðir til að nýta vatnið betur. Hins vegar er grunnforsendan sú að kröfum Sameinuðu þjóðanna um hreinlæti sé mætt, og vatnsverndarsjónarmið vegi passlega á móti öryggi viðskiptavina.

VB mynd.
Birt:
Oct. 7, 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Starbucks neitar ásökunum um vatnssóun“, Náttúran.is: Oct. 7, 2008 URL: http://www.natturan.is/d/2008/10/07/starbucks-neitar-asokunum-um-vatnssoun/ [Skoðað:Dec. 11, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: