Náttúruverndarsamtök Íslands skora á ríkisstjórn Íslands að stöðva framkvæmdir og undirbúning virkjana í neðri hluta Þjórsár.

Ekkert heildarmat hefur verið gert á gildi né sérstöðu náttúru og landslags við neðri hluta Þjórsár, en ljóst er að virkjunarframkvæmdir þar munu hafa mikil áhrif og valda tjóni.

Eyjar, fossar og lífríki árinnar er í hættu, verði af þessum framkvæmdum, sem mikil andstaða er við meðal almennings.

Því sætir furðu að Landsvirkjun skuli hafa tekið tilboði um hönnun, ráðgjöf og aðstoð þriggja fyrirtækja á framkvæmdatíma virkjananna. Þetta er gert þótt enn sé ósamið við landeigendur á svæðinu, þótt framkvæmdaleyfi sé ófengið, þótt virkjanir séu ekki komnar inn á skipulag allra sveitarfélaganna. Náttúruverndarsamtökin skora á stjórnvöld að verja Þjórsá gegn frekari ágangi og eyðileggingu alla leið úr Þjórsárverum og niður til sjávar.

Myndin er tekin á fundi í Árnesi, gegn áformuðum virkjunum í neðri hluta Þjórsá. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
June 1, 2007
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Áskorun frá NSÍ um að ríkisstjórnin þyrmi Þjórsá“, Náttúran.is: June 1, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/06/01/skorun-fr-ns-um-rkisstjrnin-yrmi-jrs/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: