Kort af ReykjanesiÍ sumar mun Landvernd og Ferðafélag Íslands standa fyrir tveim gönguferðum um hrauna-, eldfjalla- og hverasvæði í nágrenni borgarinnar. Ferðirnar verða farnar laugardagana 6. og 13. júní. Áður en lagt verður af stað verður boðið upp á fræðsluerindi um landið sem ferðast verður um. Greint verður frá mótun þess og myndun, áformum um nýtingu og möguleika til verndunar. Fræðsluerindin verða haldin í hátíðarsal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og hefjast þau kl. 9:00. Lagt verður af stað með rútu frá Mörkinni 6, kl. 10:30 og hefst ganga fyrir kl. 12:00. Áætlaður göngutími er um 4 klukkustundir og áætluð heimkoma er um kl. 17:00.

6. júní.
Hengilssvæðið – Ölkelduháls og Grændalur
Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Björn Pálsson, héraðsskjalavörður á Selfossi. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og myndun og Björn Pálsson mun lýsa áformaðri gönguleið í máli og myndum og greina frá örnefnum og sögum af svæðinu.
Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 og áætluð heimkoma kl. 17:00.

Þátttaka er ókeypis í ferðina, allir velkomnir. Mikilvægt er þó að skrá sig í ferðina á skrifstofu FÍ í síðasta lagi fimmtudaginn 4. júní. Skráning: Ferðafélag Íslands

13. júní
Krþsuvík – Sveifluháls – Móhálsadalur

Fararstjórar verða Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur, og Jónatan Garðarsson. Áður en farið verður af stað verður greint frá hugmyndum Landverndar um eldfjallagarð og fólkvang frá Þingvallavatni, út á Reykjanes. Þá mun Sigmundur Einarsson halda erindi um jarðfræði svæðisins, mótun þess og mydun. Þá mun Jónatan Garðarsson segja frá Reykjanesfólkvangi en gönguleiðin er innan fólkvangsins.

Mæting í Mörkina 6 kl. 9:00 – áætluð heimkoma kl. 17:00. Skráning: Ferðafélag Íslands

Birt:
June 3, 2009
Höfundur:
Landvernd
Uppruni:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Gengið um eldfjalla- og hverasvæði með Landvernd og FÍ“, Náttúran.is: June 3, 2009 URL: http://www.natturan.is/d/2009/06/03/gengio-um-eldfjalla-og-hverasvaeoi-meo-landvernd-o/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: