Aðalfundur Landverndar beinir því til sveitarstjórna á höffuðborgarsvæðinu að standa vörð um náttúrufarslega verðmæt svæði svo sem græn svæði, vatnasvæði, náttúrulegar fjjörur og önnur lítt röskuð landssvæði innan marka sveitarfélaga. Bæta þarf samræmingu í skipulagsáætlunum sveitarfélaganna og auka vægi svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins.

Greinargerð:
Á undanförnum árum hefur verið sótt að náttúrufarslega verðmætum svæðum á höfuðborgarsvæðinu. Sem ný leg dæmi má meðal annars nefna, vatnslögn í Heiðmörk og röskun hrauna í Garðabæ. Svæði af þessu tagi hafa margvíslegt gildi fyrir íbúana meðal annars til útivistar og afþreyingar auk þess sem svæðin hafa gildi í sjálfu sér óháð nýtingu mannsins vegna fjölbreytts dýralífs og fegurðar. Nauðsynlegt er að gæta sérstaklega að umgengni við og verndun þessara svæða.

Í skipulagsmálum höfuðborgarsvæðisins er brýnt að sveitarfélögin hafi með sér iíkt samráð þannig að þróun byggða eigi sér stað með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.

Birt:
May 6, 2007
Höfundur:
Landvernd
Tilvitnun:
Landvernd „Ályktun um náttúrufarsleg verðmæti á höfuðborgarsvæðinu - Landvernd“, Náttúran.is: May 6, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/05/06/lyktun-um-nttrufarsleg-vermti-hfuborgarsvinu-landv/ [Skoðað:Dec. 1, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 11, 2007

Messages: