Það er um auðugan garð að gresja með leiki fyrir börn á netinu. Sumir eru ljótir og grimmir en aðrir ljúfir og upplýsandi. Einn af þeim leikjum sem Daníel Tryggvi, 8 ára hefur fundið á netinu og honum finnst hvað skemmtilegastur er leikurinn „The Farm“ En hann er að finna á leikjanet.is. Ath. til að finna leikinn þarf að fara í „Top rated“ og velja síðu nr. 9.

Leikurinn snýst um, eins og í raunveruleikanum, að rækta plöntur og selja til að fá aur til að kaupa meira, t.d. fræ fyrir grænmeti eða kartöfluútsæði.

Þegar lengra er komið í leiknum er jafnvel hægt að kaupa sér hænur og fá þannig einnig egg, sem einnig er svo hægt að selja fyrir aur. Samhengið milli vinnu, reglusemi í umönnun og öflun peninga er gert áhugavert og spennandi. það er örugglega ekki skaðlegt fyrir börn á þessu reki að fá tilfinningu fyrir því í leik hvað gera þarf til að afla peninga.

Náttúran spurði Daníel Tryggva hvað honum finnist skemmtilegast við leikinn: „Að gróðursetja“ svaraði hann.

Er þessi leikur eitthvað öðruvísi en aðrir Daníel: „Já, af því að maður lærir um hvernig maður hugsar um plöntur og dýr“.

Takk fyrir viðtalið Daníel Tryggvi.

Myndin eftst t.v. er af Daníel Tryggva við leik og hin er af leiknum.

Birt:
Aug. 24, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveitabæjarleikur á netinu“, Náttúran.is: Aug. 24, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/08/24/farmer-game/ [Skoðað:Dec. 2, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: Feb. 22, 2009

Messages: