660 athugasemdir bárust til Skipulagsstofnunar vegna umhverfismats Bitruvirkjunar sem Orkuveita Reykjavíkur vill reisa á Hellisheiðinni. Vefurinn hengill.nu hafði án efa mikið að segja enda var almenningi þar auðveldað að senda inn athugasemdir, nokkuð sem flækst getur fyrir fólki. Fjölmargir aðilar kveða sér hljóðs og lýsa andúð sinni á framkvæmdunum.

Nú síðast í dag lýsti Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri Hveragerðis (en Hveragerði er í rétt tæplega 5 km. fjárlægð frá fyrirhugaðri virkjun) því yfir að bæjarstjórnin leggist eindregið gegn virkjuninni. Ólafur Áki einarður virkjanasinni og bæjarstjóri í Þorlákshöfn var í kjölfarið stefnt í viðtal. Ólafur Áki lítur svo á að framtíð atvinnumála í Þorlákshöfn eigi allt sitt undir virkjuninni og því er spurning hvort að Golíat/Þorlákshöfn komi til með að éta litla bróður sinn Davíð/Hveragerði áður en langt um líður eða hvort að almenningsálitið verði það einart gegn virkjuninni að hún verði sett í bið, allavega um sinn.

Landvernd leggst einnig eindregið gegn Bitruvirkjun við Ölkelduháls slík eru áhrifin á loftgæði, landslag, útivist, ferðaþjónustu o.fl. Þá eru forsendur efnahagslegra útreikninga ófullnægjandi enda hefur OECD ítrekað gagnrýnt aðferðarfræðina sem gengið er út frá. Þensla er í efnahagi og tiltölulega lítið atvinnuleysi. Þörfin fyrir frekari uppbyggingu stóriðju er í besta falli óþörf en þörfin fyrir útivistarland, ferðamannasvæði og náttúruverndargriðlönd fer vaxandi. Sjá nánar á vef Landverndar.

Ljósmynd, séð frá Kþrgili við Hengilinn til Þingvallavatns. Guðrún Tryggvadóttir 2006

Birt:
Nov. 19, 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „678 athugsemdir segja sitt“, Náttúran.is: Nov. 19, 2007 URL: http://www.natturan.is/d/2007/11/19/660-athugsemdir-segja-sitt/ [Skoðað:Dec. 4, 2023]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: May 6, 2010

Messages: